Þjónusta í starfsemi sveitarfélagsins 13. Feb

Upplýsingar um þjónustu í starfsemi sveitarfélagsins þriðjudaginn 13. febrúar

Nú er heitt vatn tekið að renna á mörgum heimilum en ekki er enn kominn fullur þrýstingur á kerfið. Íbúar eru því hvattir til að fara sparlega með heita vatnið og bíða með langar sturtur og heita potta. Áfram verður unnið með hitablásara á morgun í starfsemi sveitarfélagsins ef þörf er á þar til hitaveitukerfið er komið í fulla virkni. Á morgun verður því hefðbundin þjónusta á flestum stöðum en því miður ekki hægt að opna íþróttahús og sundlaugar alveg strax. Frekari upplýsingar verða veittar jafnóðum og hægt er að opna og íbúar hvattir til að fylgjast með því.

  • Skólastarf verður í leik- og grunnskólum auk tónlistarskóla
  • Íþróttahús og sundlaugar – lokað
  • 88 hús/ Fjörheimar – opið
  • Velferðarþjónusta:
    • Hefðbundin starfsemi í sérstökum búsetuúrræðum
    • Björgin – opið
    • Hæfingastöðin- lokuð
    • Selið dagdvöl – opin
    • Dagdvöl á Nesvöllum - opin
    • Heimsendur matur með hefðbundnu sniði
    • Matsalur á Nesvöllum - opinn
    • Heima- og stuðningsþjónusta verður óskert
    • Fjölsmiðjan - opin
    • Skjólið – opið
  • Ráðhús/ þjónustuver – opið
  • Söfn - opin