- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Markmið ónleikaraðarinnar er margfalt en með henni viljum við t.d.
Að okkar mati er mikilvægt að nýta þann dýrmæta mannauð fagfólks sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar býr yfir og að kennarar skólans fái notið sín sem tónlistarflytjendur.
Við erum búin að halda tvenna tónleika frá því að tónleikaröðin var stofnuð á vormánuðum 2022 og stefnum á að halda tvenna tónleika á hverri önn. Næstu tónleikar verða í desember þar sem kennarar fá tækifæri til að flytja sín uppáhalds jólalög en allur ágóði af þeim tónleikum rennur beint til góðgerðamálefnis sem valið verður af kennurum skólans.
Tónleikarnir sem haldnir voru 17. september voru jazz tónleikar þar sem kennarar í rythmískudeild TR stigu á stokk. Albert Sölvi Óskarsson - saxafónn, Birgir Steinn Theodorsson – kontrabassi, Jón Ómar Árnason - rafmagnsgítar og Þorvaldur Halldórsson - trommur. Leiknir voru jazz standardar úr ýmsum áttum við góðar móttökur tónleikagesta. Margmennt var á tónleikunum og fór aðsókn fram úr væntingum allra þeirra sem að tónleikunum komu þar sem erfitt getur verið að vekja athygli á nýjum verkefnum sem þessu.
Fyrstu tónleikar Þrástefs voru haldnir 20. maí 2022 og þar voru á dagskrá klassísk og síð-rómantísk tónverk leikin á víólu, klarinett og píanó. Auður Edda erlendsdóttir - klarínett, Kristján Karl Bragason - píano og Þórunn Harðardóttir - víóla.
Þrástef er styrkt af Menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar.
Skipuleggjendur og verkefnastjórar Þrástefs eru Jóhanna María Kristinsdóttir tónfræðikennari og Þórunn Harðardóttir strengjakennari.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)