- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þegar niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2012 eru skoðaðar kemur í ljós að þrír af grunnskólum Reykjanesbæjar eru meðal fjögurra efstu í stærðfræði í 4. bekk, á landsvísu. Heiðarskóli er efstur, Holtaskóli í þriðja sæti og Myllubakkaskóli í því fjórða, auk þess sem Njarðvíkurskóli er yfir landsmeðaltali á prófinu. Miklar framfarir hafa einnig orðið í stærðfræði 4. bekkjar í Grunnskólanum í Sandgerði, sem er á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, og er sá skóli í ellefta sæti yfir landið.
Þessi ánægjulegu tíðindi styrkja skólana í því að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem unnið hefur verið í anda framtíðarsýnar Fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Niðurstöðurnar hvetja skólana líka til að læra hver af öðrum og tileinka sér vinnubrögð sem skila árangri.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös