Þrír skólar úr Reykjanesbæ keppa til úrslita

Laugardaginn 29. maí munu Akurskóli, Heiðarskóli og Holtaskóli keppa til úrslita í Skólahreysti. Keppnin hefst kl. 19:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Frábær árangur hjá grunnskólunum okkar og verður spennandi að fylgjast með þeim í úrslitunum en alls munu 12 skólar keppa um Skólahreystititilinn í ár.

Fyrir hönd Akurskóla keppa:
Íris Sævarsdóttir, Natalía Nótt Adamsdóttir, Andri Fannar Aronsson og Brynjar Dagur Freysson
Varamenn eru : Amelía Rán Ægisdóttir og Daníel Viljar Sigtryggsson

Fyrir hönd Heiðarskóla keppa:
Emma Jónsdóttir, Jana Falsdóttir, Heiðar Geir Hallsson og Kristófer Máni Önundarson
Varamenn eru: Katrín Hólm Gísladóttir, Melkorka Sól Jónsdóttir og Arnþór Ingi Arnarsson

Fyrir hönd Holtaskóla keppa:
Fjóla Dís Færseth Guðjónsdóttir, Saga Rún Ingólfsdóttir, Almar Örn Arnarson og Kristján Fannar Ingólfsson
Varamenn eru Sóldís Eva Haraldsdóttir og Kristín Embla Magnúsdóttir.

 

Akurskóli

 

Heiðarskóli

 

Holtaskóli