- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þrír íbúar Reykjanesbæjar gróðursettu þrjú íslensk birkitré í Paradís neðan Grænáss í morgun. Gróðursetningin var liður í hátíðardagskrá vegna þeirra tímamóta að 35 ár eru liðin síðan Frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrsta konan í heiminum til að vera þjóðkjörin forseti.
Eftir að Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur og Anna Lóa Ólafsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar höfðu flutt ávarp í tilefni dagsins gróðursetti Ólöf Rós Davíðsdóttir 5 ára tré fyrir stúlkur, Ágúst Fannar Ástþórsson 4 ára fyrir pilta og Sara Ross Bjarnadóttir barnshafandi fyrir komandi kynslóðir. Þórólfur Þorsteinsson harmonikkuleikari lék við athöfnina.
Vigdís er verndari Landverndar og lagði í forsetatíð sinni mikla áherslu á landgræðslu og náttúruvernd. Hún gróðursetti bæði í Barnalundi og við Rósaselsvötn í forsetatíð sinni og er Paradís því þriðju staðurinn í Reykjanesbæ sem nýtur góðs af landgræðsluátaki Vigdísar.
Mikil uppbygging er áætluð í Paradís á komandi misserum og mun lautin því standa undir nafni, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur garðyrkjufræðings Reykjanesbæjar.
Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá Víkurfréttum.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös