Takk fyrir að vera til fyrirmyndar

Takk fyrir að vera til fyrirmyndar
Takk fyrir að vera til fyrirmyndar

Í tilefni af því að 40 ár eru síðan Frú Vigdís var kjörin forseti Íslands hefur hvatningarátakið Til fyrirmyndar verið sett af stað. Átakið er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni sem hafði hugrekki til þess að verða fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum.

Við þekkjum öll einhvern sem er til fyrirmyndar. Klöppum hvert öðru á bakið og hrósum. Á vefnum www.tilfyrirmyndar.is er hægt að nálgast allar upplýsingar um átakið.

Reykjanesbær hefur sett upp Takk fyrir að vera til fyrirmyndar vegg fyrir aftan Duus safnahús við smábátahöfnina í Gróf. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt í átakinu með því að þakka þeim sem hafa verið til fyrirmyndar og birta myndir af sér á Facebook og Instagram undir merkjunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar.