Til hamingju með daginn!

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember.

Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 16. nóvember 1996. Haustið 1995 hafði þáverandi menntamálaráðherra komið með tillögu að deginum. Dagurinn er helgaður íslenskri málrækt og eru ýmis verkefni unnin í skólunum okkar tengd deginum.

Dagurinn markar auk þess upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í grunnskólum Reykjanesbæjar. Minna má á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins.

Er íslenskan aðalmálið? Kynntu þér málið HÉR!