- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Vegna þeirra tíðinda sem bárust okkur um fjögurleytið í dag vil ég senda ykkur nokkur vel valin orð. Við stöndum frammi fyrir mögulegum náttúruhamförum sem gætu haft áhrif á bæjarfélagið okkar. Reykjanesbær fylgist vel með jarðhræringum á Reykjanesskaga og þeim sviðsmyndum sem upp geta komið. Það er enginn í hættu og við biðjum bæjarbúa um að fylgjast grannt með og fara eftir tilmælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Það er einnig gott að fylgjast með Facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum
Það er eðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum þegar náttúruvá ber að garði og ég vil benda íbúum á gagnlega samantekt frá Rauða Krossinum. Einnig er hægt að hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717 ef áhyggjur gera vart við sig.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)