Tilkynning frá neyðarstjórn Reykjanesbæjar

Við erum öll almannavarnir
Við erum öll almannavarnir

Kæru íbúar,  

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar hvetur öll fyrirtæki og almenning til að fylgja Samfélagssáttmálanum áfram til þess að tryggja góðan árangur í sóttvörnum. Allar aðgerðir í sóttvarnarástandi hafa áhrif á daglegt líf fólks, mismikið þó en eru gerðar í þeim tilgangi að vernda einstaklingana í samfélaginu.  Sóttvarnir varða heilsu einstaklingsins en um leið hag samfélagsins alls. Við erum öll almannavarnir. 

Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir, sóttvarnarráð og aðrar takmarkanir í samfélaginu er mikilvægt að við hlúum vel að hvort öðru og njótum fallega veðursins og sumarbirtunnar. 

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Bent er á að fólk eigi að gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt.
  • Forðast snertingu við augu, nef og munn.
  • Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni.
  • Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna.
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða famlagi.
  • Ef hægt er að skipuleggja fjarfundi er skynsamlegt að gera það.
  • Nota síma og tölvupóst frekar en að ganga milli starfsstöðva, ef hægt er.
  • Starfsmenn með undirliggjandi sjúkdóma og þeir sem eru viðkvæmir fyrir veirunni ættu að láta stjórnendur vita og kanna í samráði við þá möguleika á að draga úr hættu á smiti á vinnustað.
  • Ef grunur um smit vaknar skal starfsmaður hafa samband við næsta yfirmann og ekki mæta til vinnu fyrr en búið er að útiloka að um smit sé að ræða.

 Sumar- og sóttvarnarkveðjur, 

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar 

 

Nánari upplýsingar hér >

Heimasíða landlæknis >