Börn á leið í skóla í morgun
Börn á leið í skóla í morgun

Talsverð ófærð er nú innanbæjar í Reykjanesbæ og fastir bílar víðsvegar um bæinn. Björgunarsveitin Suðurnes hefur verið kölluð út til aðstoðar ökumönnum. Reiknað er með áframhaldandi ofankomu og skafrenningi.

Af þeim sökum liggur þjónusta Strætó að mestu niðri þar sem fastir bílar teppa umferð. Vonir standa til að hægt verði að hefja áætlun um hádegisbil.