Sundmiðstöðin Vatnaveröld

Krakkar í sundi
Krakkar í sundi

Framkvæmdir á Sundmiðstöðinni Vatnaveröld ganga vel og sundlaugin mun opna þriðjudaginn 15. desember klukkan 6:30. Innan tíðar mun ný og spennandi rennibraut verða sett upp auk heitra potta. Það er einnig verið að setja upp nýjan kaldan pott, gufubað og útisvæði við búningsklefa.

Við bjóðum alla velkomna aftur í sund eftir alla þessa lokun.