Tilkynning frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar; truflun á umferð og strætóferðum

Malbikunarframkvæmdir. Ljósmynd: VF
Malbikunarframkvæmdir. Ljósmynd: VF

Á næstu dögum verður hafist handa við yfirlagnir á götum í Reykjanesbæ og má búast við einhverri truflun á almennri umferð. Þá geta farþegar með strætó einnig orðið fyrir óþægindum þar sem sú staða getur komið upp að bíllinn geti ekki stoppað á þeim stoppistöðvum þar sem vinna stendur yfir. Er beðist velvirðingar á  þeim óþægindum sem kunna að hljótast af þessu um leið og farþegar eru beðnir um að sýna tillitssemi. Foreldrar barna sem ferðast einsömul með strætó eru sérstaklega beðnir um að huga að þessu og gera viðeigandi ráðstafanir.

Því miður er erfitt að tímasetja þessar framkvæmdir þar sem þær eru háðar veðurfari en miðað við veðurspá þá ætti þeim að ljúka í næstu viku.

Þær götur sem unnið verður við eru eftirfarandi:

  • Bakkastígur
  • Hrannargata: Milli Víkurbrautar og Vatnsnesvegar
  • Hafnargata: Vatnsnestorg og milli Aðalgötu og Vesturgötu
  • Vesturbraut: Milli Vesturgötu og Kirkjuvegar
  • Heiðarbraut: Á milli Vesturgötu og Heiðarbakka
  • Aðalgata: Gatnamót Hringbraut/Aðalgata að Heiðarbrún
  • Tjarnargata: Frá Hringbraut að Þverholti
  • Faxabraut: Milli Blikabrautar og Skólavegar
  • Suðurvellir: Milli Elliðavalla og Aðalgötu