- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi kl. 17:00 í dag á Suðurnesjum. Færð og skyggni hefur ekki verið gott í dag en mun versna eftir því sem líður á daginn. Við hvetjum íbúa því til að takmarka ferðalög eins og kostur er.
Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að sækja börnin sín að loknum skóla og frístund til að tryggja öryggi þeirra áður en veðrið versnar.
Búið er að koma öllum þjónustunotendum í dagdvölunum í Selinu og á Nesvöllum heim sem og notendum í dagþjónustu Hæfingastöðvarinnar. Komið verður fyrr til þjónustuþega sem eiga að fá þjónustu seinnipartinn og í kvöld hjá heima-og stuðningsþjónustunni og hringd verða öryggissímtöl til þeirra sem eru með öryggisinnlit.
Verið er að gera ráðstafanir vegna kvöld og næturvakta í búsetukjörnum fatlaðs fólks svo þjónusta verði óskert.
Það eru töluverðar truflanir og seinkanir í almenningssamgöngum bæjarins og geta áætlanir breyst með litlum fyrirvara. Þjónustan mun þó halda áfram á meðan færð leyfir. Upplýsingar um ferðir almenningsvagna og breytingar á þeim má finna á straeto.is.
Unnið er að snjómokstri um allan bæ og verður fram eftir kvöldi. Bílar eru farnir að festast víða sem tefur mokstur. Ökumenn á illa búnum ökutækjum eru beðnir um að halda sig heima, við viljum öll sleppa við að sitja föst í skafli í dag! Upplýsingar um mokstur má finna hér.
Förum varlega, höldum okkur heima og höfum það notalegt meðan veðrið gengur yfir.
Íbúar eru hvattir til að senda ábendingu er varða snjómokstur og hálkuvarnir í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)