- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur fjórða hvert ár og nú er kominn tími til að útnefna nýjan. Verður það gert í 10. sinn í lok þessa kjörtímabils. Óskað er eftir rökstuddum tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is fyrir 1.mars n.k.
Í lok hvers kjörtímabils er óskað eftir tillögum eða óskum um listamann Reykjanesbæjar. Allar listgreinar og öll listform koma til greina. Bæjarráð úthlutar nafnbótinni. Ráðið skal fara yfir þær óskir og tillögur sem fram koma. Einnig er heimilt að bæta við nöfnum sem til greina koma eftir því sem ástæða er til. Bæjarráði er heimilt að ráða sér aðstoðarfólk eftir þörfum vegna úthlutunar þessarar. Sá sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auðvelda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Þá verða nöfn þeirra skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarði bæjarins. Listamanni Reykjanesbæjar er skylt að halda sýningu eða kynna á annan hátt list sína.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)