Erlingur Jónsson myndhöggvari er fyrsti Listamaður Reykjanesbæjar en hann var útnefndur árið 1991.
Erlingur Jónsson myndhöggvari er fyrsti Listamaður Reykjanesbæjar en hann var útnefndur árið 1991.

Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur fjórða hvert ár og nú er sá tími runninn upp. Verður það gert í ellefta sinn í lok þessa kjörtímabils. Óskað er eftir rökstuddum tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið sulan@reykjanesbaer.is fyrir 1. mars n.k.

Listamaður Reykjanesbæjar

Í lok hvers kjörtímabils er óskað eftir tillögum eða óskum um listamann Reykjanesbæjar. Allar listgreinar og öll listform koma til greina. Bæjarráð úthlutar nafnbótinni. Ráðið skal fara yfir þær óskir og tillögur sem fram koma. Einnig er heimilt að bæta við nöfnum sem til greina koma eftir því sem ástæða er til. Bæjarráði er heimilt að ráða sér aðstoðarfólk eftir þörfum vegna úthlutunar þessarar.

Sá sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auðvelda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Þá verða nöfn þeirra skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarðinum við Sólvallagötu. Listamanni Reykjanesbæjar er skylt að halda sýningu eða kynna á annan hátt list sína.

 

Þeir sem hafa verið útnefndir Listamaður Reykjanesbæjar eru:

2018 Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld og listmálari

2014 Sigurður Sævarsson tónskáld

2009 Ragnheiður Skúladóttir píanóleikari

2005 Rúnar Júlíusson tónlistarmaður

2001 Gunnar Eyjólfsson leikari

1997 Sossa Björnsdóttir listmálari

1994 Hilmar Jónsson rithöfundur

1993 Halla Haraldsdóttir listmálari

1992 Gunnar Þórðarson tónlistarmaður

1991 Erlingur Jónsson myndhöggvari