10. plokk á dag?

Tíu er kannski ósköp lítilfjörleg tala. En hvað ef allir myndu plokka upp eitt rusl tíu sinnum á dag

Ég og dóttir mín myndum þá samtals plokka 20 rusl á dag, 140 rusl á viku, 600 rusl á mánuði og 7.300 rusl á ári! Bara við tvær. Þetta er fljótt að safnast saman.

Þetta er auðvelt að plokka og þarf ekki að taka langan tíma. Allir geta plokkað, hvort sem þeir fara um einir eða í göngu með vinum eða fjölskyldu. Munum bara að þvo hendur þegar heim er komið og sinna persónulegum sóttvörnum samhliða plokkinu.

Stóri plokkdagurinn er 30. apríl og það er frábært að taka þátt vegna þess að:

  • Það er frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Allir geta tekið þátt – saman eða einir
  • Hver á sínum hraða
  • Hver ræður sínum tíma
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Frábært fyrir líkama og sál – ákveðin núvitund og núllstilling
  • Fegrar nærsamfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd

Hvet ég alla íbúa til þess að taka þátt, hvort sem það verða 10 plokk eða heill ruslapoki, allt skiptir máli.

Munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar.

Nánari upplýsingar er að finna á www.plokk.is

Plokk kveðja!

Berglind Ásgeirsdóttir, umhverfisstjóri Reykjanesbæjar.