Tölum saman, námskeið um uppeldi og mannleg samskipti

Tölum saman, námskeið um uppeldi og mannleg samskipti
Tölum saman, námskeið um uppeldi og mannleg samskipti

Á námskeiðinu er farið yfir leiðandi uppeldisaðferðir eins og Hugo Þórisson sálfræðingur lýsir þeim í bók sinni Hollráð Hugos. Farið er ítarlega í boðskap bókarinnar og þátttakendur kynntir fyrir aðferðum sem leysa ágreining á friðsaman máta.
Farið er yfir grundvallarhugtök leiðandi samskipta, hvernig sé æskilegt að haga samskiptum og hvað beri að varast.  Fjölmörg dæmi eru tekin úr daglegu lífi og þátttakendum gefin innsýn inn í ólíkar gerðir samskipta.
Námskeiðið fléttar saman samskipti og uppeldi á heimilum við almenn dagleg samskipti fólks utan heimilis. Þannig hafa ekki aðeins foreldrar heldur allir gagn og gaman af þessu námskeiði.

Kennslubók: Hollráð Hugo (Salka 2011). Ekki er gerð krafa um að hver þátttakandi eigi bókina.
Leiðbeinandi er Haukur Hilmarsson ráðgjafi, Fjölskyldu-og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.
Námskeiðið verður þriðjudaginn 17. janúar, í Virkjun og hefst kl. 10:00.