Tölvunámskeið fyrir eldri borgara

Eldra fólk og tækni
Eldra fólk og tækni

Notum tæknina til að vera í sambandi við fólkið okkar, lesum blöðin og leitum upplýsinga.

Nesvellir standa fyrir tölvunámskeiði fyrir eldri borgara. Námskeiðið er grunnnámskeið og hver og einn getur komið með óskir um hvernig hann vill nýta tæknina. Þú mætir með þitt eigið tæki, hvort sem það er spjaldtölva, sími eða fartölva.

 

  • Kennari: Anna Albertsdóttir.
  • Staðsetning: Nesvöllum, 2.hæð
  • Tími: Þriðjudögum frá kl.10:00-12:00
  • Skráning: Í síma 420-3400