Truflanir á símkerfi

Ráðhús Reykjanesbæjar.
Ráðhús Reykjanesbæjar.

Vegna lagfæringa og flutninga í ráðhúsi Reykjanesbæjar verða truflanir á símkerfi bæjarins fram eftir degi í dag miðvikudag og fimmtudag. Við biðjum fólk að sýna þolinmæði þótt erfitt reynist að ná sambandi og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér. Verið er að vinna að úrbótum.