Tuttuguþúsundasti íbúi Reykjanesbæjar fæddur

Bæjarbúi númer 20.000 með foreldrum sínum, þeim Sigríði Guðbrandsdóttur og Sigurbergi Bjarnasyni ás…
Bæjarbúi númer 20.000 með foreldrum sínum, þeim Sigríði Guðbrandsdóttur og Sigurbergi Bjarnasyni ásamt Kjartani Má bæjarstjóra.

Þann 4. ágúst sl. fæddist lítill drengur á Landspítalanum og var hann tuttuguþúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Hann er fyrsta barn foreldrar sinna, þeirra Sigríðar Guðbrandsdóttur og Sigurbergs Bjarnasonar. Kjartan Már bæjarstóri heimsótti litlu fjölskylduna á dögunum í tilefni þessara tímamóta og færði þeim lítið „Kríli“ eftir listakonuna Línu Rut. Litli drengurinn dafnar vel að sögn foreldrana sem eru spennt fyrir nýju hlutverki.

Í dag tæpum mánuði síðar er íbúafjöldi sveitarfélagsins kominn í 20.116. Það er því ljóst að íbúum Reykjanesbæjar heldur áfram að fjölga jafnt og þétt. Til gamans má geta að þá fæddist fimmtánþúsundasti íbúinn í lok júlí árið 2015 sem gerir 33% fjölgun á síðastliðnum 6 árum.