- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Þann 4. ágúst sl. fæddist lítill drengur á Landspítalanum og var hann tuttuguþúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Hann er fyrsta barn foreldrar sinna, þeirra Sigríðar Guðbrandsdóttur og Sigurbergs Bjarnasonar. Kjartan Már bæjarstóri heimsótti litlu fjölskylduna á dögunum í tilefni þessara tímamóta og færði þeim lítið „Kríli“ eftir listakonuna Línu Rut. Litli drengurinn dafnar vel að sögn foreldrana sem eru spennt fyrir nýju hlutverki.
Í dag tæpum mánuði síðar er íbúafjöldi sveitarfélagsins kominn í 20.116. Það er því ljóst að íbúum Reykjanesbæjar heldur áfram að fjölga jafnt og þétt. Til gamans má geta að þá fæddist fimmtánþúsundasti íbúinn í lok júlí árið 2015 sem gerir 33% fjölgun á síðastliðnum 6 árum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)