Tvö þúsund gestir komu í Vatnaveröld um liðna helgi

Góðir gestir í Vatnaveröld
Góðir gestir í Vatnaveröld

Um tvö þúsund gestir komu í Vatnaveröld um nýliðna helgi og er það mesti fjöldi sem komið hefur um helgi frá opnun laugarinnar.

Aðsóknina má að mestu rekja til Nettómótsins í körfuknattleik sem fram fór um helgina, en allir þátttakendur fengu frítt í sund.

Um þúsund þátttakendur voru á mótinu auk þjálfara og foreldra og lætur nærri að um 1500 manns hafi tengst mótinu.