Umferðar- og öryggisþing haldið í Reykjanesbæ

 

Fimmtudaginn 28. apríl verður Umferðar- og öryggisþing Reykjanesbæjar haldið í bíósal DUUS húsa kl. 17:00

Á þinginu verða starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs og aðrir fagaðilar með erindi.
Tilgangurinn er að setjast saman til skrafs og ráðagerða og benda á hættur sem fyrirfinnast í bænum.

Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu til að benda á hættumerkin í sínu nærumhverfi.