Umferðar- og öryggisþing í Reykjanesbæ

Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu
Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu

Fimmtudaginn 24. maí verður Umferðar- og öryggisþing Reykjanesbæjar haldið í bíósal DUUS húsa kl. 17:00

Unnið hefur verið að ýmsum úrbótum til að auka umferðaröryggi og má þar nefna hraðamælingar, aðgerðir til að draga úr hraðakstri og markvisst samstarf við lögreglu þar sem unnið hefur verið gegn hraðakstri í bæjarfélaginu. Nánast allar húsagötur í bænum hafa nú 30 km hámarkshraða en tengibrautir, safnæðar og lífæðar hafa enn 50 km hámarkshraða. Sérstök áhersla hefur verið lögð á umferðaröryggi í og við skólahverfi og við gönguleiðir barna til og frá skóla.
Á þinginu verða starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs og aðrir fagaðilar með erindi.
Tilgangurinn er að setjast saman til skrafs og ráðagerða og benda á hættur sem fyrirfinnast í bænum.
Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu til að benda á hættumerkin í sínu nærumhverfi.