Umhverfisvaktin 21. apríl - 27. april

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.

Faxabraut lokuð við skólaveg 22. apríl

Vegna framkvæmda við lagfæringu hraðahindrunar er hluti Faxabrautar lokaður við Skólaveg, nær Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Lokunin stendur yfir á meðan unnið er að framkvæmdunum og verður reynt að ljúka þeim eins fljótt og auðið er.

Við biðjum vegfarendur um að sýna aðgát og nýta aðrar leiðir á meðan lokunin er í gildi. Þökkum fyrir skilninginn og samstarfið.

Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar .