- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Dagana 25.–29. ágúst verður unnið að lokafrágangi við gerð hringtorgs á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabakka. Á þessum tíma verður lokið við malbikun, steypu kantsteina, hellulagnir og þökulögn.
Vegna framkvæmdanna verður óhjákvæmilegt að loka fyrir umferð að hluta til. Hér að neðan má sjá áætlun um lokanir, en tekið skal fram að breytingar geta orðið ef veðuraðstæður verða óhagstæðar.
Malbikun við hringtorg á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabakka heldur áfram föstudaginn 29. ágúst. Að lokinni malbikun verður Njarðarbraut opnuð á ný fyrir umferð.
Á meðan á framkvæmdum stendur verður áfram lokað fyrir umferð á hluta Njarðarbrautar. Hjáleiðir verða um Grænásbraut og Reykjanesbraut og eru ökumenn beðnir um að aka ekki í gegnum Ásahverfið.
Reykjanesbær þakkar íbúum og vegfarendum fyrir sýndan skilning á meðan á framkvæmdum stendur.

Íþróttafélagið 3N heldur ofursprettþraut í þríþraut laugardaginn 30. ágúst.
Vegna keppninnar má búast við töluverðri umferð og truflun af hálfu hlaupa- og hjólafólks frá kl. 09:00 til 10:30.
Þríþrautabrautin er eftirfarandi:
Frá sundlauginni við Sunnubraut
Upp Skólaveg að hringtorgi
Niður Flugvallarveg, framhjá hringtorgi (París)
Niður að hringtorgi (London)
Niður Hringbraut að Skólavegi
Upp að sundlauginni við Sunnubraut
Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð og virða merkingar og leiðbeiningar starfsmanna á meðan á keppninni stendur.
Reykjanesbær þakkar íbúum og vegfarendum fyrir skilning og samvinnu
.
Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)