- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Umhverfissvið veitti umhverfisviðurkenningar á Ljósanótt. Fjölmargar tilnefningar bárust en sviðið óskaði eftir ábendingum frá íbúum í sumar um góða hluti sem nágranni og fyrirtæki væru að gera í umhverfismálum. Allir verðlaunahafar fengu að launum gjafabréf hjá Gróðrarstöðinni Glitbrá.
Þessir hlutu umhverfisviðurkenningar:
Norðurgarður fékk viðurkenningu fyrir fallega götumynd þar sem nágrannar hjálpast að og eru samfélaginu góð fyrirmynd.
Veitingahúsið Ráin fékk viðurkenningu sem fyrirtæki til fyrirmyndar í umhirðu á nánasta umhverfi.
Borgarvegur 1 fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og starf í þágu íbúa.
Brekkustígur 31-f fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og starf í þágu bæjarbúa við gróðursetningu í steinamön.
Hafnargata 69 fékk viðurkenningu fyrir sérlega fallegan miðbæjargarð.
Ránarvellir 2 fengu viðurkenningu fyrir fallegan garð og eru til fyrirmyndar í umhirðu á nánasta umhverfi.
Heiðarhorn 1 fékk viðurkenningu fyrir fallegan og vel hirtan garð sem er alltaf til fyrirmyndar.
Aðalgata 17 fékk viðurkenningu fyrir ævintýralegan garð og snyrtilegt umhverfi.

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)