Umönnunargreiðslur og niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsi

Bæjarhlið Reykjanesbæjar.
Bæjarhlið Reykjanesbæjar.

Áætlaðar breytingar á umönnunargreiðslum og niðurgreiðslum vegna daggæslu barna í heimahúsum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Fjárhagsáætlun  Reykjanesbæjar sem nú er til umfjöllunar gerir  ráð fyrir því að frá og með næstu áramótum verði hætt að greiða  umönnunargreiðslur til foreldra barna frá lokum fæðingarorlofs til 15 mánaða aldurs barns og í staðinn verði teknar upp að nýju niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsi  fyrir þennan aldurshóp líkt og gert er fyrir foreldra þeirra barna sem eru 16 mánaða og eldri, sem eru með  börn sín í vistun hjá einstaklingum sem hafa starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Gert er ráð fyrir því að þessar breytingar taki gildi um næstu áramót.

Þar sem umönnunargreiðslur og niðurgreiðslur er greiddar fyrirfram fyrir hvern mánuð þurfa  foreldrar barna 15 mánaða og yngri, sem eru með börn sín í daggæslu í heimahúsi, að sækja að þessu sinni um  niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í  janúarmánuði,  undir flipanum „Dagforeldrar“ á Mitt Reykjanes í  stað flipans „Umönnunargreiðsla“ eins og gert hefur verið hingað til.

Í fjárhagsáætlun er ráð fyrir því að niðurgreiðslan hækki úr kr: 35.000 í kr: 40.000 á mánuði árið 2015.

Skilyrði fyrir niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsi er að barn sé með lögheimili í Reykjanesbæ. Dagforeldri sem barn vistast hjá þarf að hafa starfsleyfi  skv. reglugerðu um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 og barn þarf að vera  á biðlista eftir leikskólaplássi. Sé sótt um niðurgreiðslu fyrir barn undir 9 mánaða aldri skal fylgja með staðfesting frá fæðingarorlofssjóði um að fæðingarorlofi sé lokið.  Niðurgreiðslan getur að hámarki verið 11 mánuði á ári hverju. Gert er ráð fyrir að börn hjá dagforeldrum fari í sumarleyfi í a.m.k. einn mánuð á ári, með sama hætti og börn í leikskólum.