Umsækjendur í Vinnuskóla þurfa að senda inn nýja umsókn

Duglegir nemendur í Vinnuskólanum við gróðursetningu í trjábeð við Reykjanesveg.
Duglegir nemendur í Vinnuskólanum við gróðursetningu í trjábeð við Reykjanesveg.

Þeir nemendur í 8., 9. og 10. bekk sem sótt höfðu um í Vinnuskólanum í sumar, þurfa að senda inn nýja umsókn í Vinnuskólann vegna galla í fyrri umsókn. Póstur þess efnis hefur verið sendur til allra sem voru búnir að skila inn umsókn.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir umsækjendur. Hlökkum til að sjá ykkur í Vinnuskólanum í sumar.

Með því að smella á þennan tengil opnast Ráðningarvefur Reykjanesbæjar