- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Opnað hefur við fyrir umsóknir nýrra nemenda um skólavist í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar skólaárið 2018 til 2019. Umsóknarfrestur er ekki takmarkaður, en æskilegt er að umsóknir berist fyrir 1. júní nk. Tekið er inn í laus pláss skv. dagsetningum umsókna.
Hægt er að senda umsóknir rafrænt gegnum vef tónlistarskólans, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is, undir hnappnum „Nýjar umsóknir“. Einnig er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu skólans að Hjallavegi 2.
Með því að smella á þennan tengil opnast vefur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)