Undirritun samnings um vátryggingar

Fulltrúar TM, Consello og Reykjanesbæjar við undirritun vátryggingarsamnings
Fulltrúar TM, Consello og Reykjanesbæjar við undirritun vátryggingarsamnings

Reykjanesbær og TM skrifuðu undir samning um vátryggingar fyrir bæjarfélagið og tengda aðila. TM var metið með hagstæðasta tilboðið að undangengnu útboði. Alls bárust þrjú tilboð þar sem lægsta tilboð var um 7 milljónum lægra en næstlægsta. Samningurinn mun gilda út 2023 með mögulegri framlengingu um tvisvar sinnum eitt ár. Samkvæmt útboðinu greiðir Reykjanesbær og stofnanir hans árlega um 50 milljónir í tryggingariðgjöld. Guðmundur M. Ásgrímsson ráðgjafi hjá vátryggingarmiðlunarfyrirtækinu Consello ehf. annaðist útboðið.