Ungmennagarður rís í Reykjanesbæ

Frá framkvæmd við ungmennagarð.
Frá framkvæmd við ungmennagarð.

Þann 21. júní sl. hófst fyrsti hluti framkvæmda við svokallaðan ungmennagarð sem mun rísa við 88 Húsið. Nýstofnað Ungmennaráð Reykjanesbæjar benti á að það mætti vera meira í boði fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Því var farið þess á leit við ráðið að þau myndu koma með hugmyndir um hvað ætti heima í svona garði. Meðal þess sem þau bentu á var ærslabelgur eins og margir þekkja úr Húsafelli. Einnig ræddu þau um aparólu, skautasvell og margt fleira áhugavert. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kallaði ráðið til fundar um hvítasunnuna og fór yfir hugmyndir ungmennanna og í framhaldinu hófst hönnun og nú eru eins og áður sagði framkvæmdir hafnar.
Spennandi tímar framundan í Reykjanesbæ !