Ungt fólk hefur sumarstörf hjá Reykjanesbæ

Ungt fólk í störfum hjá Reykjanesbæ.
Ungt fólk í störfum hjá Reykjanesbæ.

Alls hafa 200 ungmenni á aldrinum 17 - 20 ára fengið vinnu hjá Reykjanesbæ í sumar við ýmis verkefni og sjá mátti mörg þeirra að störfum í dag.

Meðal verkefna eru ýmis umhverfisverkefni s.s. tyrfing og hreinsun en að auki er boðið upp á sérstök verkefni hjá ýmsum stofnunum.

Í dag mátti sjá ungmenni úti á Stapa hreinsa í burtu trönurnar gömlu í blíðviðrinu og við Nettó var verið að tyrfa og snyrta til. Það var góður hugur í unga fólkinu enda ekki annað hægt í svo góðu veðri.

Mynd: frá Stapa í Innri Njarðvík þar sem gömlu trönurnar voru hreinsaðar.
Mynd: Tyrfing við Nettó í Ytri Njarðvík.

tyrfing