Unnið er að gerð hringtorgs á gatnamótum Faxabrautar og Hringbrautar.
Unnið er að gerð hringtorgs á gatnamótum Faxabrautar og Hringbrautar.

Næstu daga og vikur verður unnið að gerð hringtorgs á gatnamótum Faxabrautar og Hringbrautar. Reynt verður eftir fremsta megni að hafa gatnamótin opin á morgnana til að greiða fyrir morgun umferðinni. Að öðru leyti verða gatnamótin lokuð eftir þörfum á meðan framkvæmdum stendur. Ökumenn eru beðnir um að virða þessar takmarkanir á umferð.

Stefnt er að framkvæmdum verði lokið um mánaðarmót september/október.

Gatnamót Faxabrautar og Hringbrautar