Uppsáturssvæði í Gróf ætlað bátakerrum

Mynd af uppsáturssvæði í Gróf.
Mynd af uppsáturssvæði í Gróf.

Borið hefur á því að bátakerrur, með og án báta, séu staðsettar á opnum svæðum hafnarinnar án heimildar. Hjá Reykjaneshöfn er skilgreint uppsátursvæði í Grófinni sem ætlað er undir slík farartæki.

Reykjaneshöfn hefur ákveðið að bregðast við þessum aðstæðum og mun á næstu dögum færa á kostnað eigenda allar bátakerrur á opnum svæðum, með eða án báta, inn á viðkomandi uppsáturssvæði.

Eigendur viðkomandi bátakerra eru beðnir að hafa samband við hafnarverði Reykjaneshafnar í síma 420 3224 til að gera grein fyrir sínum kerrum, en öllum þeim bátakerrum sem eru án skilgreindra eigenda á hafnarsvæðinu þann 30. september n.k. verður fyrirkomið.

Hafnarstjóri Reykjaneshafnar.