Útboð | Keflavíkurvegur 424. Nýr vegur og hringtorg

Númer: Kef424
Útboðsaðili: Reykjanesbær
Tegund: Framkvæmd
Útboðsgögn afhent: 03.05.2024 kl. 15:00
Skilafrestur: 17.05.2024 kl. 11:00
Opnun tilboða: 17.05.2024 kl. 11:02

Verkið felst í að klára að setja efra burðarlag á veg og klára að grafa fyrir nýju Hringtorgi á Gatnamótum Flugvallavegar og Keflavíkurvegur 424ar. Grafa niður sandföng og setja niðurföll og tengja í púkk. Grafa fyrir nýjum ljósastreng og koma fyrir ljósastaurum. Verkið felst í jarðvegsskiptum, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi. Er þessu nánar lýst í verklýsingu. Verkið skal vinna í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt.

Útboðsyfirlit:

  • Tegund útboðs: Almennt útboð rafrænt
  • EES útboð: Nei
  • Skilatími tilboðs. Föstudagurinn 17. maí kl 11:00
  • Opnunartími tilboða: föstudaginn 17. maí 2024 kl. 11:02
  • Gildistími tilboðs: Fjórar (4) vikur frá opnunardegi.
  • Verklok: 22. júli 2024.
  • Verðlagsgrundvöllur: Verkið verðbætist ekki
  • Frávikstilboð: Eru ekki heimiluð

Verkefnið auglýst á heimasíðu Reykjanesbæjar og á Útboðsvefur.is

Útboðsgögn eru tilbúin og fást með því að senda ósk þar um með tölvupósti á innkaupastjori@reykjanesbaer.is. Vinsamlega tilgreinið nafn fyrirtækis sem óskar eftir þátttöku í útboðinu, nafn tengiliðar sem vinnur tilboðið, tölvupóstfang hans og símanúmer.