Útboð | Leikskólinn Asparlaut við Skólaveg 54 Reykjanesbæ

Númer: 0103 2024
Útboðsaðili: Reykjanesbær
Tegund: Framkvæmd
Útboðsgögn afhent: 23.02.2024 kl. 12:00
Skilafrestur: 20.03.2024 kl. 14:00
Opnun tilboða: 20.03.2024 kl. 14:02

Reykjansbær óskar eftir tilboðum í verkið Leikskólinn Asparlaut við Skólaveg 54 Reykjanesbæ

Verkefnið er að fullklára fokhelda nýbyggingu á leikskóla á einni hæð, Leikskólans Asparlaut við Skólavegur 54, Reykjanesb. Botnflötur hússins er 1151m2. Leikskólinn er sex deilda, fyrir allt að 126 börn og 24 starfsmenn. Deildum er skipt upp í pör og er hvert par sér brunahólf, ásamt starfsmannarými og önnur þjónusturými
Þetta er almennt rafrænt útboð. Verktaki tekur við byggingu á bygginarstigi 2. Búið er að steypa húsið upp, setja glugga og hurðir í og þétta, slípa, grunna og leggja tvö lög af asfalt pappa á þakflöt og kanta og einangra og fylla að sökklum. Nánari lýsing á ástandi hússins kemur fram í skilalýsingu verkkaupa og við vettvangsskoðun. Lóðarframkvæmdir og endanleg girðing lóðar er ekki hluti af útboði þessu.

Útboðsyfirlit

 • Útboðsgögn tilbúin: föstudagur, 23. febrúar 2024 Kl. 14:00
 • Kynningarfundur á verkstað Skólaveg 54 Reykjanesbæ: fimmtudagur, 29. febrúar 2024 Kl. 14:00
 • Fyrirspurnartími lýkur:  mánudagur, 4. mars 2024 Kl. 14:00
 • Svartími fyrirspurna lýkur: föstudagur 8. mars 2024 kl. 12:00
 • Skil tilboða:   miðvikudagur, 20. mars 2024 Kl. 14:00
 • Opnunartími tilboða: miðvikudagur, 20. mars 2024 KI 14:02
 • Upphaf framkvæmdatíma:  Við undirskrift samnings
 • Tilboðstrygging tengd undirritun samnings
 • Tafabætur per virkan dag eftir lok framkvæmdatíma: 250.000 kr
 • Frávikstilboð: Ekki heimiluð
 • Verkið verðbætist samkvæmt byggingavísitölu á tilboðsdegi 
 • Opnun tilboða verður á Teamsfund/Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ: miðvikudagur, 20. mars 2024 Kl. 14:02

 Þeir sem senda inn tilboð fá fundarboð á Teamsfund eða geta verið viðstaddir opnun á Tjarnargötu 12.

Útboðsgögn verða tilbúin föstudaginn 23. febrúar. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða í verkið, Leikskólinn Asparlaut við Skólaveg 54, geta fengið þau send með því að senda ósk þar um, á innkaupastjori@reykjanesbaer.is

Vinsamlega hafið nafn fyrirtækis sem gerir tilboðið, nafn á tengilið sem vinnur tilboðið ásamt símanúmeri og tölvupóstfangi í beiðni um útboðsgögn. Farið er fram á að verktaki hafi unnið sambæranlegt verkefni áður og því er óskað eftir lista yfir þau verkefni í sérstöku fylgiskjali.

Verkefnið auglýst á heimasíðu Reykjanesbæjar og http://utbodsvefur.is