Útboð - nýtt hjúkrunarheimili

Hjúkrunarheimili
Hjúkrunarheimili

 Nýtt hjúkrunarheimili  í Reykjanesbæ -  Útboð nr. 20200901

 Reykjanesbær óskar eftir áhugasömum hönnunarhóp til að taka þátt í útboði á arkitektahönnun vegna nýrrar viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Nesvelli í Reykjanesbæ. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið felst í hönnun u.þ.b. 3.900 m2 nýbyggingar á þremur hæðum ásamt kjallara. Fyrirhugað er að í byggingunni verði 60 herbergi ásamt tilheyrandi samveru-, þjónustu- og tæknirýmum og gert er ráð fyrir að nýbyggingin tengist núverandi hjúkrunarheimili á tvo vegu.

Útboðsgögn verða aðgengileg frá og með miðvikudeginum 30. september 2020 í rafræna útboðskerfinu vso.ajoursystem.is. Tilboðum skal skila rafrænt, gegnum rafræna útboðskerfið vso.ajoursystem.is, eigi síðar en föstudaginn 23. október 2020, kl. 14:00.