Útboð – Reykjanesvöllur gervigras

Mynd: Unsplash.com
Mynd: Unsplash.com

Reykjanesbær hyggst bjóða út gervigras með fjaðurlagi á nýjan æfingavöll, Reykjanesvöll vestan Reykjaneshallar. Um er að ræða 120 m x 80 m, alls 9.600 m2 æfingavöll. Gervigrasið skal uppfylla staðla FIFA og UEFA fyrir gervigras eins og nánar kemur fram í útboðsgögnum. Áætlað er að undirlag undir gervigras fyrir völlinn verði tilbúið í lok september. 

Áhugasamir óska eftir útboðsgögnum með því að senda beiðni þar um í tölvupósti á innkaupastjori@reykjanesbaer.is. Í tölvupóstinum verði tilgreint hvaða fyrirtæki óskar eftir útboðsgögnum, kennitala þess og nafn, símanúmer og tölvupóstfang tengiliðs. 

Þetta er rafrænt útboð. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin til afhendingar þriðjudaginn 30. júní 2020 og verði þá send í tölvupósti til þeirra sem þess óska. Tilboðum verði skilað rafrænt inn fyrir kl. 10:30 föstudaginn 10. júlí 2020.