- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Börn í útskriftarhópi Tjarnarsels átti fund með Kjartani Má bæjarstjóra í gær. Fundinum óskuðu þau eftir til að kynna hugmynd sína að vegasaltsrólu við vatnstankinn á svæðinu milli Langholts og Vatnsholts. Svæðið er stundum nefnt Trúðaskógur.
Leikskólabörnin heimsækja svæðið mikið og sjá þau fyrir sér að það getið orðið sambærilegt og í Kjarnaskógi á Akureyri. Þau eiga sér draum um að þar rísi vegasaltsróla, í anda leiktækjanna á Tjarnarseli og rólunnar í Kjarnaskógi. Hún er smíðuð úr tré af íslenskum hugvitsmanni.
Hugmynd barnanna var vel útfærð. En ef ske kynni að þessi ósk þeirra gæti ekki ræst, færðu þau bæjarstjóra þrjár aðrar smærri hugmyndir, sem þau myndu sætta sig við.
Bæjarstjóri lofaði börnunum að fara með málið áfram í kerfinu, en sagðist þó engu meiru geta lofað. Honum leist þó ljómandi vel á hugmyndina.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös