- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Á örfáum árum hefur Keflvíkingurinn Valdimar Guðmundsson orðið einn albesti söngvari vorra daga. Það virðist ekki skipta máli á hverju hann spreytir sig; allt verður að gulli.
Fjölbreyttur ferill þessa unga flytjanda verður í brennidepli þegar hann heimsækir Jón Ólafsson í Af fingrum fram í Stapa Hljómahöll þann 21. apríl nk. kl. 20:00. Saman flytja þeir uppáhaldslög Valdimars, hans eigið efni og ræða lífið og tilveruna. Af nógu er að taka. Þeim til aðstoðar verða þeir Andri Ólafsson og Ásgeir Aðalsteinsson.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)