- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra var með upplýsingafund þann 9. apríl þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Þar var m.a. fjallað um loftgæði og gosstöðvarnar. Bæjarbúar eru hvattir til að horfa á fundinn.
Sunnan 5-10 m/s og skýjað í dag og líkur á dálítilli vætu af og til. Hiti 2 til 6 stig. Vindur er suðvestlægari nokkur hundruð metra yfir jörð, og gasið leggur því líklega yfir höfuðborgarsvæðið fyrri part dags. Einnig eru líkur á að gas safnist fyrir í grennd við gosstöðvarnar í þetta hægum vindi.
Hægari sunnan- og suðaustanátt í kvöld og gasið ætti þá að leggja yfir Vatnsleysuströnd. Auk þess aukast líkurnar á gassöfnun við gosstöðvarnar.
Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða súld og takmarkað skyggni á morgun. Gas mun leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga, en mengun ætti ekki að verða mikil á gosstöðvunum.
Fólk er hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is og leiðbeiningum frá almannavörnum.
Það er bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum neðan þjóðvegar. Frá miðnætti til hádegis eru engir viðbragðsaðilar á svæðinu til að mæla gasmengun og bregðast við óhöppum. Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir hádegi þurfa að hafa þetta í huga. Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Gönguleiðin hefur reynst mörgum erfið. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum. Hættusvæði við gosstöðvarnar hefur verið merkt inn á kort sem hægt er að nálgast á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Svæðið er ekki fyrir lítill börn, þau eru viðkvæm og nær jörðini en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir skaðlegum lofttegundum. Þeir sem klæða sig ekki vel hafa ekkert inn á svæðið að gera.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)