Skjálesari settur upp á vef Reykjanesbæjar

Settur hefur verið upp skjálesari á vef Reykjanesbæjar sem gerir fólki kleift að láta lesa fyrir sig efni sem er að finna á vefnum. Jafnframt geta notendur sem eiga erfitt með að skoða vefinn í hefðbundnu útliti notað eigin stillingar á litamun og fleiri atriðum sem boðið er uppá.

Skjálesari lýsir upp orð og setningar sem hann les hverju sinni en slíkur stuðningur hentar stórum hópi fólks og má þar nefna blinda og sjónskerta, lesblinda, aldraða og fólk sem er að læra tungumálið. 

Þjónustan er fengin í gegnum Blindrafélagið sem er í samstarfi við fyrirtækið Readspeaker með skjálesturslausn og er einn liður í að bæta aðgengi á upplýsingavef Reykjanesbæjar.

Sett hefur verið upp síða með leiðbeiningum fyrir skjálestur hér