- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í dag var vefurinn Sumar í Reykjanesbæ formlega opnaður á slóðinni https://sumar.rnb.is. Þar er listi yfir þær íþróttagreinar, tómstundir og afþreyingu sem einstaklingar, íþrótta- og tómstundafélög bjóða upp á fyrir börn og unglinga í Reykjanesbæ í sumar, en einnig upplýsingar um ýmislegt sem bærinn hefur upp á að bjóða. Bæði er hægt að skoða listann í heild eða velja ákveðinn aldurshóp og þrengja þannig leitina.
Reykjanesbær hafði til langs tíma gefið út bæklinginn Sumar í Reykjanesbæ í þessum sama tilgangi. Hagræðið í því að skipta yfir í vef er m.a. fólgið í því að vefurinn er lifandi og því auðveldlega hægt að bæta við framboðið í allt sumar. Vefurinn gæti því átt eftir að taka breytingum hvað það varðar og því um að gera að fylgjast vel með vefnum í sumar. Smelltu hér til að opna vef.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)