Veiðipróf fyrir sækjandi hunda þann 27. apríl við Seltjörn

Retrieverdeild Hundaræktarfélags Íslands heldur veiðipróf fyrir sækjandi hunda þann 27. apríl við Seltjörn.

Prófin eru sett upp til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum í veiðum þar sem hundar eru látnir sækja bráð sem lögð er út og hundar eru metnir að eiginleikum eftir norrænum reglum af dómara. Prófað verður í byrjendaflokki, opnum flokki og úrvalsflokki. Prófið verður sett klukkan 9:00 um morguninn og stendur fram yfir hádegi. Seltjörn er afar áhorfendavænt svæði þar sem hægt er að fylgjast með framgangi prófsins og er kjörið tækifæri til að efla áhuga á þjálfun á veiðihundum og ræða við reyndara fólk í þeim efnum.

Meiri upplýsingar er að finna á heimasíðu deildarinnar, www.retriever.is