Velferðarvaktin á Suðurnesjum

Fundur Velferðavaktarinnar
Fundur Velferðavaktarinnar

Velferðarvaktin sótti Suðurnesin heim á sjálfan kvenréttindadaginn, 19. júní 2020. 

Velferðarvaktin starfar innan Stjórnarráðsins en að henni standa ýmis samtök, aðilar vinnumarkaðarins, ráðuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélög. Vaktinni er ætlað að fylgjast með velferð fólks á Íslandi með sérstakri áherslu á börn og efnalítið fólk.

Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Grindavík og Vogar stóðu saman að skipulagi dagsins. Tekið var á móti hópnum í Hljómahöll með metnaðarfullri og glæsilegri dagskrá. Velferðarsvið sveitarfélaganna, embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Vinnumálastofnun, Virk starfsendurhæfingarsjóður, Velferðarsjóður Suðurnesja, Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Rauði krossinn á Suðurnesjum voru öll með kynningar um þeirra sýn á velferðarmál og helstu áskoranir í kjölfar heimsfaraldursins COVID-19.

Í lok dags bauðst gestum að heimsækja fyrirtækið Aðaltorg á Marriot hótelinu sem nýverið reis í nálægð við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um 50 manns sátu fundinn og var almenn ánægja með daginn. Suðurnesin senda Velferðarvaktinni kærar þakkir fyrir komuna og góðan dag.

 

 Velferðarvaktin í heimsókn á Suðurnesjum