Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness fær tímabundin afnot á Sólbrekkum

Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs og Ásgrímur Pálsson frá VÍR…
Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs og Ásgrímur Pálsson frá VÍR við undirritun samningsins.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí sl. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunar. Samningurinn gildir til 31.maí 2017 með möguleika á framlengingu.