- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Fimmtudaginn 29. maí kl. 14.00 verða opnaðar fimm nýjar sýningar í Duushúsum um leið og Bryggjuhúsið, elsta húsið í Duuskjarnanum verður opnað almenningi eftir áralanga endurgerð. Bryggjuhúsið var byggt árið 1877 af Hans Peter Duus, dönskum kaupmanni og er alls 750 m2 á þremur hæðum. Reykjanesbær hefur kostað endurgerðina að mestu leyti en hefur einnig notið styrkja frá Húsafriðunarsjóði ríkisins og Menningarsjóði Suðurnesja.
Fyrir utan nýju sýningarnar fimm sem opnaðar verða að þessu tilefni, eru fyrir í húsinu tvær sýningar sem standa áfram og áttunda sýningin er svo húsið sjálft sem er mikill dýrgripur í sjálfu sér. Allir bæjarbúar og gestir eru boðnir velkomnir og ókeypis aðgangur.
Bryggjuhús, Gestastofa: Gömul málverk og ljósmyndir af Duushúsum í eigu safna Reykjanesbæjar.
Bryggjuhús, Miðloft: Ný sýning Byggðasafnsins, Þyrping verður að þorpi, saga bæjarfélagsins.
Bryggjuhús, Erlingsstofa: Sýning á skúlptúrum Erlings Jónssonar.
Bryggjuhús, Ris: Húsið sjálft með því sem fylgir.
Listasalur: Sumarsýning Listasafnsins, Dæmisögur úr sumarlandinu, einkasýning Karolínu Lárusdóttur
Gryfjan: Hönnun á Suðurnesjum, samstarfsverkefni með Hönnunarklasanum Maris.
Bíósalur: Ljósmyndasýningin Þrælkun, þroski, þrá frá Þjóðminjasafni Íslands.
Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös