Verðtilboð í gáma

Reykjanesbær auglýsir til sölu gámaeiningar við gömlu slökkvistöðina Hringbraut 125. Gámarnir seljast í því ástandi sem þeir eru. Skilyrt er að gámarnir verði fjarlægðir og gengið frá yfirborði að því loknu. Boðið verður upp á sýningu á gámaeiningunum 21. apríl næstkomandi milli kl 15.00 til kl 16:00. Reykjanesbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Gámarnir seljast allir sem einn og í því ástandi sem þeir eru og eru hugsanlegir kaupendur hvattir til að kynna sér ástand eignar á staðnum. Skilyrt er að gámarnir verði verði fjarlægðir sem og undirstöður og lagnir í jörðu og gengið frá lóð þannig að jafnað er út með fyllingu yfir þar sem gámar stóðu og lóð hreinsuð og frágengin þannig að engir efnisafgangar verði eftir á henni eftir að búið er að fjarlæga gáma og búnað.

Vakin er athygli á að gámarnir eru við byggingu er í grónu hverfi og skal bjóðandi því gera ráð fyrir nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sem nauðsynlegar eru við framkvæmd verks. Lögð er rík áherslu á að lokið verði við að fjarlægja hús og búnað sem og að ganga frá lóð á sem skemmstum tíma og skal kaupandi tilgreina þann tíma sem hann áætlar í verkið og gefa upp dagsetningu verkloka.

Í kauptilboði skal koma skýrt fram:

  • Greiðslu fyrir eignina í íslenskum krónum.
  • Greiðsla skal innt af hendi við undirritun kaupsamnings.
  • Hvenær kaupandi hyggst ljúka verkinu.

Reykjanesbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.

Tilboðum skal skila rafrænt á tölupóstfangið innkaupastjori@reykjanesbaer.is, eigi síðar en kl. 11.00 miðvikudaginn 28. apríl 2021.