Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Brottfall í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur minnkað úr rúmum 11% niður í 7% milli ára. Brotfall hefur farið vel yfir 10% undanfarin ár í FS. Árið 2012 var brottfallið rúmlega 11% en er nú komið niður í 7,1%.
Skólayfirvöld stefna að því að það verði um 5%. „Þetta er jákvæð og ánægjuleg þróun sem vonandi heldur áfram,“ segir Kristján Ásmundsson Skólameistari FS.
Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar sagði aðspurður. „Margt kemur til, starfsfólkið í fjölbraut hefur unnið markvisst með nemendur í áhættuhópi og það hefur mikið að segja. Nemendur koma einnig betur undirbúnir til framhaldsnáms í FS vegna framfara í námi í grunnskóla.“