Vetraráætlun Strætó

Almenningsvagn
Almenningsvagn

Mánudaginn 17. ágúst hefst vetraráætlun almenningsvagna í Reykjanesbæ og verða nokkrar minniháttar breytingar á kerfinu .  

Ekki verður ekið á sunnudögum en talningar hafa sýnt að notkun á strætó á þeim vikudegi er mjög lítil og ekki þörf á þeim akstri í því kerfi sem  nú er í notkun. Þá hafa talningar sýnt að ferðir eftir kl. 22:00 á kvöldin eru nánast ekkert nýttar og í vetraráætlun er gert ráð fyrir að öllum akstri sé hætt eigi síðar en kl. 22.00. Þriðja breytingin verður sú að leið R1 mun aka inn Hjallaveg í stað þess að fara áfram Njarðarbraut.  

Ekki verða fleiri breytingar á kerfinu utan þeirra sem hér hefur verið gerð grein fyrir en Reykjanesbær hefur sett saman stýrihóp til að vinna að framtíðarleiðakerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ og er sú vinna hafin. Upplýsingar um tímatöflur og akstursleiðir má finna á heimasíðu Strætó. 

Nánari upplýsingar hér